Féll ofan í geymi fullan af víni og lést

AFP

Spænskur vínsérfræðingur lét lífið í norðurhluta Spánar í vikunni eftir að hún féll ofan í geymi fullan af víni sem var að gerjast. Sérfræðingurinn, Nerea Pérez, var 25 ára þegar hún lést en slysið átti sér stað í þorpinu Salas de los Barrios.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.es að Pérez hafi verið að fylgjast með gerjuninni þegar hún missti jafnvægið og féll ofan í tankinn. Talið er að gufur frá gerjuninni hafi leitt til þess. Frændi hennar, Raúl Pérez, fann lík hennar og hafði samband við neyðarlínuna.

Ekki er ljóst hvort Pérez dánarorsök Pérez var drukknun eða köfnun vegna gufanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert