Jafnrétti í nýrri stjórn Svíþjóðar

Stefan Löfven er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar
Stefan Löfven er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar AFP

Það ríkir jafnrétti í nýrri ríkisstjórn Svíþjóðar sem kynnt var til sögunnar í morgun, líkt og nýr forsætisráðherra, Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins, lofaði í kosningabaráttunni. Tólf konur og tólf karlar mynda nýju stjórnina.

Formaður Græningja, Åsa Romson, verður varaforsætisráðherra en Græningjar mynda ríkisstjórn með Jafnaðarmannaflokknum og er þetta í fyrsta skipti sem Græningjar eiga ráðherra í ríkisstjórn Svíþjóðar. Hún fer einnig með loftslags- og umhverfismál.

Margot Wallström, Jafnaðarmannaflokknum, verður utanríkisráðherra og Gustav Fridolin, talsmaður Græningja, verður menntamálaráðherra. Kristina Persson, Jafnarmannaflokknum, verður samstarfsráðherra Norðurlanda, Per Bolund, Græningjum, fer með fjármálamarkaði og málefni neytenda en Magdalena Andersson, Jafnarmannaflokknum, fer með önnur málefni fjármálaráðherra. Peter Hultqvist, Jafnaðarmannaflokknum, fer með varnarmál og  Alice Bah Kuhnke, sem gekk í flokk Græningja fyrir nokkrum dögum fer með menningarmál í nýrri ríkisstjórn. Græningjar eiga sex af 24 ráðherrum í ríkisstjórninni.

Frétt dn.se

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert