Synti alvarlega slasaður að landi

Maður sem varð vitni að árásinni segir að brimbrettakappinn hefði …
Maður sem varð vitni að árásinni segir að brimbrettakappinn hefði líklega látið lífið ef hann hefði ekki komist þegar í stað undir læknishendur. AFP

Tveir hvíthákarlar voru drepnir við strönd í Vestur-Ástralíu í gær, en talið er að þeir hafi  ráðist á brimbrettakappa. Ungi maðurinn missti hluta af báðum höndum í árásinni.

Maður sem varð vitni að árásinni segir að brimbrettakappinn hefði líklega látið lífið ef hann hefði ekki komist þegar í stað undir læknishendur.

Maðurinn, sem heitir Sean Pollard og er 23 ára gamall, missti allan annan handlegginn og einnig hina höndina. Hann synti slasaður um 100 metra í sjónum áður en hann komst að landi. 

Tveir menn aðstoðuðu Pollard þegar hann kom upp á ströndina en þar var einnig sjúkraflutningamaður veitti honum fyrstu hjálp.

Dýrategundin er vernduð í Ástralíu en þó var ákveðið að tveir hákarlar yrðu drepnir vegna árásarinnar. Að sögn yfirvalda er þó ekki hægt að segja til um hvort dýrin tóku þátt í árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert