Leit hafin að MH370 á ný

AFP

Leit að malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, er hafin á ný í suðurhluta Indlandshafs. Vélin hvarf af ratsjám hinn 8. mars með 239 manns um borð. Ekkert hefur spurst til vélarinnar síðan. Talið er að flugvélin hafi verið stillt á sjálfstýringu þegar hún fórst, að því er segir í frétt BBC.

Skip sem er með sérstakan hljóðsjárbúnað er komið á svæðið þar sem talið er að flugferðinni hafi lokið. En þrátt fyrir að talið sé að vélin hvíli í votri gröf á þessum slóðum er leit afar erfið enda dýpi mikið á þessum slóðum. Þrátt fyrir gríðarlega umfangsmikla leik bæði á hafi og úr lofti hefur hún ekki skilað neinu hingað til.

Leitarsvæðið
Leitarsvæðið AFP
Tvær þotur Malasyan Airlines fórust á árinu MH370 og MH17
Tvær þotur Malasyan Airlines fórust á árinu MH370 og MH17 AFP
Enn er leitað á Indlandshafi
Enn er leitað á Indlandshafi AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert