Fær líklega síðasta skammtinn

Norska konan flutt á Ullevål-háskólasjúkrahúsið í dag.
Norska konan flutt á Ullevål-háskólasjúkrahúsið í dag. AFP

Norska konan, sem flutt var á sjúkrahús í Noregi í dag eftir að hún smitaðist af ebólu í Síerra Léone þar sem hún var við störf á vegum samtakanna Læknar án landamæra, færi líklega síðasta skammtinn sem til er af tilraunalyfinu ZMapp sem notað hefur verið gegn sjúkdómnum. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum en lyfjaskammturinn er nú í Kanada.

Yfirvöld í Noregi hafa veitt leyfi fyrir því að lyfið verði flutt til landsins þrátt fyrir að það hafi ekki verið samþykkt af norska lyfjaeftirlitinu. Haft er eftir Steinar Madsen, framkvæmdastjóra lyfjaeftirlitsins, að það sé í raun heppni að Norðmenn fái síðasta skammtinn sem til er en langan tíma taki að framleiða lyfið. Lítil reynsla sé af lyfinu og því alls óvíst hvort það eigi eftir að bjarga konunni. En meirihluti þeirra fáu sjúklinga sem tekið hafi lyfið hafi lifað af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert