Lögleiða hjónabönd samkynhneigðra

Þingmenn í Eistlandi hafa kosið með því að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra í landinu. Með þessu verður Eistland fyrsta land gömlu Sovétríkjanna til að heimila slík hjónabönd. 

Aðeins tvö atkvæði skildu að þá sem voru með og þá sem voru á móti löggjöfinni, en 40 kusu með og 38 á móti. 23 þingmenn kusu ekki. Með löggjöfinni, sem tekur gildi árið 2016, munu samkynhneigð pör hafa sömu réttindi og önnur hjón í landinu. 

Samkvæmt nýlegri könnun eru tveir þriðju Eista á móti nýju lögunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert