Laus úr fangelsi eftir 29 ár

David McCallum yfirgefur dómssalinn í dag.
David McCallum yfirgefur dómssalinn í dag. AFP

Maður frá New York sem hefur setið í fangelsi síðustu 29 árin var látinn laus í dag. Maðurinn, sem var dæmdur árið 1985 fyrir mannrán og morð, var látinn laus eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn hafi verið byggður á falskri játningu.

David McCallum var 16 ára gamall þegar hann var handtekinn árið 1985. Hann brast í grát er dómarinn tilkynnti að hann væri frjáls maður. Dómssalurinn var fullur af fólki sem klappaði og fagnaði er dómarinn tilkynnti niðurstöðu sína. 

McCallum var handtekinn ásamt Willie Stuckey sem var einnig 16 ára, 20. október 1985. Voru þeir grunaðir um að hafa rænt og myrt hinn tvítuga Nathan Blenner í Queens í New York.

Næsta dag fannst lík Blenner í Brooklyn. Hann hafði verið skotinn einu sinni í höfuðið.  

Drengirnir voru handteknir stuttu síðar og játuðu að hafa framið glæpinn. Þeir voru dæmdir ári seinna og dæmdir í fangelsi. 

Stuckey dó í fangelsi en móðir hans sat við hliðina á McCallum í dómssalnum. Hún yfirgaf salinn grátandi og neitað að tala við fjölmiðla. 

McCallum var klæddur í hvíta skyrtu, drapplitaðan jakka og kakí buxur. Hann yfirgaf dómssalinn brosandi og faðmaði fjölskyldumeðlimi sína. 

„Ég er mjög glaður en á sama tíma mjög sorgmæddur,“ sagði McCallum við fjölmiðla og bætti við að hann óskaði þess að Stuckey hefði verið frelsaður með honum í dag. 

Hann sagðist hlakka til að ganga á gangstétt og fara heim til sín og borða máltíð sem móðir hans eldar. Hann sagðist ekki vera með neinar séróskir og bætti við að eftir 29 ár af einungis fangelsismat væri hvaða matur sem er dásamlegur.

„Mamma mín er svo frábær kokkur. Hún gerir allt mjög vel,“ bætti hann við. 

David McCallum sat saklaus í fangelsi í 29 ár.
David McCallum sat saklaus í fangelsi í 29 ár. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir stutt frá Reykjavík
Lóðirnar eru í kjarrivaxinni brekku sem veit mót suðri. Frábært útsýni. Heitt va...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Tölva til sölu
Til sölu Dell Optiplex GX620 borðtölva ásamt skjá, lyklaborði og mús. Er með Win...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...