Fluttur veikur á sjúkrahús af Arlanda

Maðurinn sat á bekk á flugvellinum og leit illa út.
Maðurinn sat á bekk á flugvellinum og leit illa út. AFP

Farþegi í flugvél sem lenti á Arlanda-flugvellinum í Svíþjóð í dag var fluttur á Karonlinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Talsmaður sjúkrahússins segir að maðurinn gangist nú undir rannsóknir og ekki sé hægt að segja á þessari stundu hvort grunur leiki á að maðurinn sé smitaður af ebólu.

Síðustu vikur hafa nokkur tilvik komið upp í Svíþjóð þar sem hugsanlega hefur verið talið að um ebólusmit hafi verið að ræða. Enn hefur þó ekkert smit verið skráð.

Maðurinn sat á bekk á flugvellinum og leit ekki vel út, að sögn talsmanns sjúkrahússins. Af öryggisástæðum var ákveðið að flytja hann á sjúkrahús.

Frétt Svenska Dagbladet 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert