Leitaði að ættingja í leifum MH17

Við flak MH17.
Við flak MH17. AFP

Hollenskur ættingi eins þess sem lét lífið þegar malasíska farþegavélin MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu fyrr á þessu ári er búinn að fara á staðinn þar sem vélin lenti til að leita að líkamsleifum farþegans.

Frá þessu var greint í hollenskum fjölmiðlum í dag. Á svæðinu er enn að finna brunnar leifar og leitaði hann á svæðinu.

Hollenskir réttarmeinafræðingar hafa þegar náð að bera kennsl á 278 manns. Enn hefur ekki tekist að bera kennsl á hina tvítugu Daisy Oehlers sem var á leið til Balí með vini sínum Bryce Frederiksz.

Fjölskylda ungu konunnar er afar reið vegna þess hversu langan tíma tekur að bera kennsl á líkamsleifarnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert