Bandaríkjastjórn greiðir nasistum lífeyri

Milljónir létust í fangabúðum nasista á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hér …
Milljónir létust í fangabúðum nasista á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hér getur að líta innngang Auschwitz-búðanna í Póllandi. AFP

Bandarísk stjórnvöld hafa greitt tugum meintra stríðsglæpamanna úr röðum nasista lífeyrisgreiðslur eftir að hafa vísað þeim úr landi. Upphæðirnar nema milljónum dala.

Greiðslurnar, sem koma úr vasa skattgreiðenda, runnu til þeirra í gegnum gloppu í bandarískri löggjöf. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins, sem vísar til rannsóknar Associated Press.

Enn er verið að greiða hluta hópsins. Þeirra á meðal eru fangaverðir sem störfuðu í útrýmingarbúðum nasista, þar sem milljónir létu lífið. 

Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að greiðslur berist til einstaklinga sem afsala sér bandarískum ríkisborgararétti eða yfirgefa landið af fúsum og frjálsum vilja. 

Almenningur er hins vegar ósáttur við það hvernig þarna er farið með skattfé borgaranna.

Bandarískur þingmaður krefst þess að málið verði rannsakað í þaula.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert