Var ekki með ebólu

Einangrunardeildin á Karolinska sjúkrahúsinu í Huddinge.
Einangrunardeildin á Karolinska sjúkrahúsinu í Huddinge. AFP

Flugfarþegi sem farið var með með hraði á Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi í gær reyndist ekki smitaður af ebólu líkt og óttast var. Niðurstaða rannsóknar leiddi þetta í ljós í morgun, samkvæmt frétt Dagens Næringsliv.

Maðurinn var í einangrun í nótt á sjúkrahúsinu en tollverðir á Arlanda-flugvelli tóku eftir því að maðurinn var með blóðnasir og hafði kastað upp. Maðurinn hafði verið farþegi í flugi sem var að koma frá Mið-Austurlöndum en ekki hefur komið fram hvar hann hóf ferðalagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert