Ferðum frá Heathrow aflýst vegna veðurs

AFP

Tafir hafa orðið á ferðalögum þúsunda manna eftir að Heathrow-flugvöllur aflýsti 10% af flugferðum sínum vegna leifa fellibyljarins Gonzalo sem fer nú yfir England.

Varað hefur verið við veðri í öllu Englandi í dag vegna stormsins. Sky News segir frá þessu.

„Við vitum ekki nákvæmlega hversu margir farþegar áttu bókað með þeim ferðum sem við þurftum að aflýsa. Talið er að ekki þurfi að aflýsa flugi á morgun,“ sagði talsmaður Heathrow í dag.

Vindur verður allt að 24 metrar á sekúndu inn til landsins í dag en um 26 til 31 metri á sekúndu út við ströndina. Mestur vindur verður í Norður-Skotlandi í dag eða allt að 36 metrar á sekúndu.

Varað var við mögulegum töfum á ferðalögum sem og skaða vegna fallinna trjáa.

Veðrið var verst í morgun en vindurinn heldur áfram í dag.

Mikill stormur hefur verið í Englandi í dag. Þessi mynd …
Mikill stormur hefur verið í Englandi í dag. Þessi mynd er tekin nálægt Liverpool AFP
Gonzalo í Atlantshafinu í síðustu viku.
Gonzalo í Atlantshafinu í síðustu viku. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert