Löggan elti hest um götur New York

Hesturinn á hlaupum um New York.
Hesturinn á hlaupum um New York. Skjáskot af Youtube

Vegfarendur á 36. stræti í New York sáu nokkuð óvenjulegt á sunnudag er hestur kom brokkandi niður götuna. Á eftir honum fylgdu lögreglubílar. Víðar sást til hestsins um borgina.

Enn er óljóst hvaðan hesturinn kom og lögreglan í New York hefur ekki gefið upplýsingar um málið. 

Á síðustu tveimur árum hafa yfir 20 slys orðið í New York þar sem hestar koma við sögu, samkvæmt upplýsingum dýraverndunarsamtaka. Samtökin vilja að hætt verði að nota hestvagna í borginni en slíkt er vinsæl afþreying fyrir ferðamenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert