Pistorius færður í fangelsi

Suðurafríski sprett­hlaup­ar­inn Oscar Pistorius sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í dag var færður í Pretoria's Kgosi Mampuru-fangelsið um leið og réttarhöldunum lauk. Pistorius var dæmdur fyr­ir mann­dráp af gá­leysi en hann skaut unn­ustu sína Reevu Steenkamp til bana á valentínus­ar­dag­inn í fyrra. Saksóknarar hafa ekki ákveðið hvort þeir muni áfrýja dómnum.

Dóm­ar­inn Tho­kozile Masipa dæmdi Pistorius einnig í þriggja ára skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir vopna­laga­brot, sam­kvæmt frétt BBC.

Sak­sókn­ari hafði kraf­ist þess að Pistorius yrði dæmd­ur í tíu ára fang­elsi hið minnsta en verj­end­ur hans höfðu farið fram á að hlaup­ar­inn yrði dæmd­ur í sam­fé­lagsþjón­ustu og stofufang­elsi.

Pistorius var dæmd­ur fyr­ir mann­dráp af gá­leysi en sýknaður af ákæru um morð. Masipa sagði þegar hún hóf að lesa upp refs­ing­una í morg­un að hún hefði fengið aðstoð hjá aðstoðarmönn­um en ákvörðunin væri henn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert