Spænski hjúkrunarfræðingurinn læknaður

Teresa Romero með hundinn sinn, Excalibur. Hann var tekinn af …
Teresa Romero með hundinn sinn, Excalibur. Hann var tekinn af lífi vegna ótta við ebólu. REUTERS

Spænski hjúkrunarfræðingurinn sem var fyrst til þess að smitast af ebólu utan Afríku er nú læknuð af sjúkdómnum. Læknar konunnar staðfestu þetta í dag.

Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag staðfesti Jose Ramon Arribas, yfirlæknir á Carlos III sjúkrahúsinu að konan væri læknuð.

Þegar að konan smitaðist í byrjun október vöknuðu upp áhyggjur um að sjúkdómurinn myndi dreifa sér frekar um Evrópu. Hingað til hafa 4500 manns látist úr ebólu í Vestur-Afríku.

Romero var ein þeirra sem annaðist tvo spænska trúboða sem smituðust af ebólu í Afríku. Þeir létust í Madríd í ágúst og september.

Eiginmaður hjúkrunarfræðingsins og 14 aðrir sem áttu í samskiptum við konuna áður en hún var greind eru nú undir eftirliti en engin þeirra hefur sýnt einkenni ebólu. 

Staðfest var að Romero væri læknuð eftir að fjórar blóðprufur sýndu að veiran væri ekki lengur í líkama hennar. Kom fram að það gæti tekið Romero nokkra daga að komast yfir einkennin.

Inngangur að spítalanum þar sem Romero starfaði og liggur nú …
Inngangur að spítalanum þar sem Romero starfaði og liggur nú á vegna ebólu. Hún hefur verið læknuð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert