Aðeins Oscar veit hvort refsingin er rétt

June Steenkamp, móðir Reeva Steenkamp.
June Steenkamp, móðir Reeva Steenkamp. AFP

„Við viljum ekki hefnd, við viljum sanngjarna refsingu miðað við fötlun hans,“ sagði June Steenkamp, móðir Reevu Steenkamp, eftir að dómur féll í máli Pistorius í gær.

Hún ræddi við blaðamenn ásamt eiginmanni sínum og sögðust þau sátt við refsingu hans, jafnvel þó að hann verði hugsanlega laus úr fangelsi eftir tíu mánuði. „Ég held að hann muni átta sig á því að hann getur ekki gert þetta, hann getur ekki drepið einhvern á þennan hátt.“

June viðurkenndi þó að sumir fjölskyldumeðlimir væru ekki „alveg ánægðir“. „Okkur líður kannski ekki eins og réttlætinu hafi verið fullnægt, en við verðum bara að taka því sem dómarinn ákvað.“

„Aðeins Oscar veit hvort þessi refsing er viðunandi fyrir hann,“ sagði faðir Reevu.

Oscar Pistorius leiddur burt af lögreglu.
Oscar Pistorius leiddur burt af lögreglu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert