Breaking Bad-leikföng úr verslunum Toys R Us

Leikararnir Dean Norris, Betsy Brandt, Bryan Cranston, Aaron Paul og …
Leikararnir Dean Norris, Betsy Brandt, Bryan Cranston, Aaron Paul og Jonathan Banks að fagna eftir að hafa unnið Emmy sjónvarpsverðlaunin fyrir besta alvarlega sjónvarpsefnið fyrir þættina Breaking Bad. mbl.is/AFP

Leikföng, sem byggð voru á aðalpersónum sjónvarpsþáttanna Breaking Bad, hafa verið fjarlægð úr verslunum Toys R Us í Bandaríkjunum. Um var að ræða fjórar dúkkur og hverri fylgdi poki af peningum og amfetamíni.

Þættirnir fjalla um Walter White, framhaldsskólakennara sem kennir efnafræði, sem hættir kennslu og snýr sér að framleiðslu og sölu á amfetamíni.

Vörurnar hafa bæði verið fjarlægðar úr hillum verslana og af heimasíðu fyrirtækisins. Varan verður seld í takmörkuðu upplagi fyrir eldri viðskiptavini.

Undirskriftalisti var stofnaður í síðustu viku þar sem skorað var á verslunina að hætta sölu á leikföngunum. Fannst þeim sem sem skrifuðu undir leikfangið ekki viðeigandi og það ætti ekki að vera til sölu við hlið Barbie og Disney leikfanga.

Bryan Cranston, sem leikur Walter White, tjáði sig um málið á Twitter. „Ég er svo reiður,“ sagði hann og bætti við að hann væri að brenna leikfangið sitt sem væri eftirlíking móður frá Flórída.

Frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert