Fá bónus fyrir greiningu á heilabilun

AFP

Þjóðarheilbrigðisstofnun Bretlands hefur ákveðið að heimilislæknar þar í landi muni tímabundið frá bónusgreiðslu þegar þeir greina sjúklinga með heilabilun.

Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd og segja þeir sem gagnrýna hana meðal annars að með þessu sé verið að verðlauna lélega lækna.

„Góðir heimilislæknar greina sjúklinga sína þegar í stað með heilabilun. Þetta virðist vera til þess gert að verðlauna slæma heimilislækna,“ sagði Katherine Murphy sem fer fyrir Samtökum sjúklinga.

Læknarnir fá allt að 70 evrur eða rúmlega 10 þúsund krónur fyrir hvern sjúkling.

Martin McShane, framkvæmdastjóri þjóðarheilbrigðisstofnunarinnar, segir að verkefnið sé til að tryggja að sjúklingarnir fái rétta greiningu.

Talið er að um 90 þúsund sjúklingar í Bretlandi hefðu notið betri lífsgæða ef þeir hefðu verið greindir fyrr með heilabilun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert