Kona leigði geymsluna

U-Haul bíll.
U-Haul bíll. Mynd:Wikipedia

Lögregla í Winnipeg í Kanada hefur nú handtekið einn aðila vegna látinna ungabarna sem fundust í geymslu á mánudaginn. CBC News segir frá þessu í dag.

Haldinn verður blaðamannafundur í dag þar sem frekari upplýsingar verða gefnar.

Starfsmaður U-Haul geymsluleigunnar í Winnipeg fann þrjú eða fjögur lík ungbarna í skápnum og voru þau búin að rotna mismikið. Eftir krufningu kemur í ljós fjöld líkanna og dánarorsök. Jafnframt verður þá hægt að vita aldur barnanna. 

Starfsmenn U-Haul þurftu að þrífa út geymsluna þar sem ekki hafði verið greitt fyrir leigu á henni. Samkvæmt heimildum CBC var það kona sem leigði skápinn. 

Lík ung­barna fund­ust í geymslu­skáp

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert