Liðsmenn Blackwater sakfelldir

Írakar á götum Bagdad árið 2007.
Írakar á götum Bagdad árið 2007. AFP

Bandarískur alríkisdómstóll hefur fundið fjóra fyrrverandi starfsmenn öryggisþjónustunnar Blackwater seka um að hafa myrt 14 Íraka á torgi í Bagdad, höfuðborg landsins, árið 2007.

Einn var fundinn sekur um morð (e. murder) en þrír um manndráp af yfirlögðu ráði (e. voluntary manslaughter).

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, að 17 Írakar hafi særst þegar liðsmenn Blackwater hófu skothríð á torginu til að rýma svæðið fyrir bandarískri bílalest.

Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og var verknaðurinn fordæmdur víða um heim. Mikil umræða um hlutverk verktaka öryggisfyrirtækja í stríði. 

Saksóknarar sögðu að starfsmenn Blackwater hefðu haft mikla andúð á Írökum og stært sig af því að þeir hefðu skotið handahófskennt á torginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert