Ungbarn lést þegar ekið var á hóp vegfarenda

Palestínskur karlmaður ók bifreið á hóp gangandi vegfarenda í Jerúsalem í Ísrael í dag. Ísraelska lögreglan segir að barn hafi látist og átta hafi slasast. Málið er rannsakað sem meint hryðjuverkaárás.

AFP-fréttaveitan segir að svipað atvik hafi átt sér stað fyrir um þremur mánuðum. Þá ákvað Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, að fjölga lögreglumönnum í borginni. 

Lögreglan segir að maðurinn sem ók bílnum sé 21 árs gamall Palestínumaður sem er búsettur í Silwan, sem er hverfi austurhluta borgarinnar. Lögreglumenn skutu á hann með þeim afleiðingum að hann særðist þegar hann reyndi að flýja af vettvangi. Talskona lögreglunnar, Luba Samri, segir að maðurinn hafi særst alvarlega. 

Atvikið átti sér stað um klukkan 18 að staðartíma í dag (kl. 15 að íslenskum tíma). Bifreiðinni var ekið á vegfarendur sem stóðu við stoppistöð fyrir sporvagn. 

Alls slösuðust níu, þar á meðal þriggja mánaða gamalt barn sem lést síðar á sjúkrahúsi. 

Lögregla og sjúkraliðar segja að ökumaðurinn hefði reynt að flýja af vettvangi en þau skaut lögreglumaður hann. 

Lögreglumenn rannsaka bifreiðina í kjölfar atviksins í Jerúsalem í dag.
Lögreglumenn rannsaka bifreiðina í kjölfar atviksins í Jerúsalem í dag. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert