Unglingar vildu taka þátt í starfi Ríkis íslams

Fjölskyldur stúlknanna höfðu samband við lögreglu þann 17. október og …
Fjölskyldur stúlknanna höfðu samband við lögreglu þann 17. október og tilkynntu um hvarf þeirra. AFP

Þrjár unglingsstúlkur frá Bandaríkjunum, sem grunaðar eru um að hafa ætlað að ganga til liðs við samtökin Ríki íslam, hafa verið sendar aftur heim eftir að hafa verið stöðvaðar á flugvelli í Þýskalandi.

Stúlkurnar, sem eru frá Colorado en af súdönskum og sómölskum ættum, voru á leið til Tyrklands þegar þær voru stöðvaðar af yfirvöldum á flugvellinum í Frankfurt.

Fjölskyldur stúlknanna höfðu samband við lögreglu þann 17. október og tilkynntu um hvarf þeirra. Þær höfðu ekki mikinn farangur meðferðis, aðeins vegabréf og 2000 dollara, eða rúmar 241 þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert