19 ára danskur liðsmaður Ríkis íslams

Þúsundir Kúrda eru á flótta undan árásum Ríki íslam í …
Þúsundir Kúrda eru á flótta undan árásum Ríki íslam í Sýrlandi AFP

Nítján ára gamall danskur ríkisborgari hefur setið í fangelsi í Líbanon síðan í júní grunaður um að vera liðsmaður samtakanna Ríkis íslams og hafa barist fyrir þau í Sýrlandi. 

Þetta hefur Berlingske fengið staðfest úr nokkrum áttum og hefur blaðið verið í sambandi við föður piltsins. Af tillitssemi við fjölskylduna birtir Berlingske ekki nafn piltsins í umfjöllun um málið í blaði dagsins.

PET (danska leyniþjónustan) neitaði að tjá sig um málið við blaðið og vísaði á utanríkisráðuneytið sem staðfesti með herkjum að það væri rétt að danskur ríkisborgari hefði setið í fangelsi í Líbanon síðan í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert