Maður handtekinn við stríðsminnisvarðann

Mikill viðbúnaður var við minnismerkið í dag.
Mikill viðbúnaður var við minnismerkið í dag. AFP

Kanadíska lögreglan handtók eldri karlmann við stríðsminnisvarðann í Ottawa í dag þegar Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, og eiginkona hans lögðu blómsveig til minningar um hermann sem var skotinn við minnismerkið í gær.

Stephen og Lauren Harper gengu hönd í hönd að gröf óþekkta hermannsins þar sem hermaðurinn hafði staðið vörð. Hann var fluttur á sjúkrahús en lést af sárum sínum. Byssumaðurinn sem skaut hermanninn var skotinn til bana í gær.

Þegar þau nálguðust gröfina hóf maður að öskra við girðingu sem lögreglan var búinn að setja upp við minnisvarðann. 

Hjónin héldu göngu sinni hins vegar áfram og Lauren lagði blómsveig við minnismerkið. Þau lutu höfði og þögðu um stund. Síðan yfirgáfu þau svæðið. 

Á sama tíma stöðvaði lögreglan eldri mann við Sparks-göngugötuna. Maðurinn  var handjárnaður og færður í lögreglubifreið. Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til.

Kanadíska þingið hóf aftur störf í dag í kjölfar atburða gærdagsins. Þingstörfin hófust á því að klappa fyrir lögreglumanninum sem skaut byssumanninn í gær og þá var einnar mínútu þögn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert