Talinn ábyrgur fyrir hvarfi nemanna

Bæjarstjórinn í bænum Iguala í Mexíkó var í dag ákærður, ásamt eiginkonu sinni og aðstoðarmanni, en þau eru grunuð um að hafa skipulagt árás á nemendur í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að sex létu lífið og 43 nemenda er saknað.

Um 45 þúsund manns gengu um Mexíkóborg, höfuðborg landsins, og mótmæltu hvarfi nemendananna. Bar fólkið kerti og kyndla en meðal þeirra sem mótmæltu voru nemendur, kennarar, bændur og fjölskyldur þeirra sem saknað er.

Fólkið bar einnig stórar svarthvítar myndir af þeim sem saknað er og kallaði nöfn þeirra, eitt í einu.

Leitað hefur verið að nemendunum í tæpan mánuð en þeir hurfu hinn 26. september síðastliðinn. Nemendurnir höfðu tekið þátt í mótmælum en þeir stunduðu nám við kennaraháskóla í Iguala.

Margir hafa verið yfirheyrðir og handteknir vegna málsins og leitað hefur verið í mörgum fjöldagröfum að líkum fólksins.  

Nemarnir voru ekki í fjöldagröfinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert