Þrír ákærðir fyrir stuðning við Ríki íslam

Mennirnir þrír voru handteknir á flugvelli í Malasíu fyrir mánuði.
Mennirnir þrír voru handteknir á flugvelli í Malasíu fyrir mánuði. AFP

Þrír menn voru í dag ákærðir fyrir að styðja samtökin Ríki íslam. Mennirnir þrír voru handteknir í Malaslíu á leið sinni til Íraks og Sýrlands þar sem þeir ætluðu að berjast með liðsmönnum samtakanna.

Mennirnir þrír voru handteknir á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur 25. september sl. þegar þeir voru á leið um borð í flugvél til Sýrlands.

Mennirnir eru sakaðir um að styðja „hryðjuverkahóp“. Hámarksrefsing fyrir brot af þessu tagi er lífstíðarfangelsi.

Yfirvöld í Malasíu handtóku fjórtán manns fyrr í þessum mánuði fyrir hugsanleg tengsl við öfgahópa. Þar á meðal var verkfræðingur sem starfaði fyrir ríkið. Talið er að rúmlega 40 Malasíubúar hafi farið til Sýrlands til að ganga til liðs við samtökin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert