Skotárás í menntaskóla í Washington-ríki

AFP

Nemandi við Marysville-Pilchuck menntaskólann í Washingtonríki í Bandaríkjunum slasaði að minnsta kosti sex manns og framdi síðan sjálfsmorð í skotárás í skólanum í dag.

Skotárásin átti sér stað í matsal skólans að sögn AFP fréttastofunnar. Samkvæmt heimildum stóð nemandinn uppi á borði í matsalnum þegar hann hleypti skotum af byssu sinni.

„Ég er svo hræddur. Ég var nýkominn inn í matsalinn til að ná í matinn minn, og þegar ég var að labba út heyrði ég fjögur byssuskot,“ sagði nemandi við skólann sem staddur var í matsalnum þegar skotárásin átti sér stað, í samtali við KIRO TV fréttastofuna. „Ég hélt að einhver væri að sparka í hurðina eða eitthvað svoleiðis, en svo byrjuðu allir að hlaupa út.“

Á vefsíðu skólans segir „Marysville-Pilchuck menntaskólanum hefur verið læst vegna neyðaratviks. Lögregla og neyðarþjónusta hafa brugðist við.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert