Koma áróðri til N-Kóreu með loftbelgjum

Aðgerðarsinni Choi Woo-Won er í forystu þeirra sem reyna að …
Aðgerðarsinni Choi Woo-Won er í forystu þeirra sem reyna að koma upplýsingum til Norður-Kóreu með loftbelgjum. JUNG YEON-JE

Til ryskinga hefur komið í Suður-Kóreu, skammt frá landamærunum við Norður-Kóreu, milli íbúa á svæðinu og fólks sem reynir að senda skilaboð til fólks handan landamæranna með loftbelgjum.

Íbúar við landamærin óttast að þessar sendingar með loftbelgjunum geti reitt stjórnvöld í Norður-Kóreu til reiði og að þeir verði fyrir loftárásum af þeim sökum. Þeir sem reyna að koma áróðri til íbúa Norður-Kóreu með loftbelgjum hafa verið kallaðir öllum illum nöfnum og grýttir með eggjum.

Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur gagnrýnt þá sem reyna að blekkja íbúa landsins með áróðursritum. Þeir sem standa fyrir þessu eru sakaðir um að reyna að koma illu til leiðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert