Nefndu barnið Obama

Kúrdísk móðir, sem þurft hefur að þola hörmungar eftir að hafa flúið borgina Kobane í Írak, hefur nefnt nýfæddan son sinn Obama. Konan á sex önnur börn, en fjölskyldan er í hópi þeirra þúsunda sem neyðst hafa til að flýja eftir að hermenn í Íslamska ríkinu réðust á borgina.

„Bandaríkjamenn sendu hjálpargögn til okkar. Vonandi hjálpar þetta til að við losnum við þá grimmd sem sækir að okkur.

Enginn hefur fram til þessa viljað hjálpa okkur. Obama var sá eini sem hjálpaði okkur,“ segir konan um leið og hún horfir á nýfædda son sinn, Obama.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert