„Ytri öfl“ á bakvið árásina

Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, segir „ytri öfl“ hafa staðið á bakvið árás sem framin var á egypska herinn á Sínaískaga í gær þar sem um 30 hermenn létu lífið og þrjátíu til viðbótar særðust. Mann­fallið var það mesta sem her­inn hef­ur mátt þola í ára­tugi.

Stjórn­völd í Egyptalandi hafa fyr­ir­skipað neyðarlög á Sín­aískaga eftir árásina. Neyðarlögin tóku gildi klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma og verða í gildi á hluta Sín­aí í þrjá mánuði. Ákveðið var einnig að loka landa­mæra­stöðinni við Rafah á Gaza-strönd­inni.

Árás­in varð skammt frá bæn­um El Arish, sem er stærsti bær skag­ans. Eng­inn hef­ur lýst yfir ábyrgð vegna til­ræðis­ins, en grun­ur bein­ist að sam­tök­un­um Ans­ar Beit al-Maqd­is. Yfir 20 liðsmenn sam­tak­anna hafa verið vegn­ir í þess­um mánuði. 

Egypski her­inn hef­ur bar­ist gegn hópi upp­reisn­ar­manna á skag­an­um, en þeir hafa staðið á bak við marg­ar árás­ir þar. Lög­leysa hef­ur ríkt á svæðinu frá því Hosni Mubarak var steypt af stóli for­seta árið 2011. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert