Bretar yfirgefa Afganistan

Breski herinn í Afganistan hefur afhent öryggissveitum afganska hersins síðustu herstöðina sem Bretar hafa stýrt í landinu. Þetta markar endalok veru breska hersins í landinu.

Breskir hermenn hafa verið í Afganistan frá árinu 2001. Frá árinu 2006 hefur þungi hernaðarins í Helmand-héraði hvílt á Bretum. Þegar mest var voru um 10 þúsund breskir hermenn í Afganistan. Frá árinu 2001 hafa 453 breskir hermenn fallið í Afganistan.

Í dag var breski fáninn dreginn niður í Bastion herstöðinni í Helmand í síðasta sinn. Fyrir Breta þýðir þetta að stríðinu í Afganistan er lokið. Um 300 breskir hermenn sem eru í herstöðinni halda heim á næstu dögum.

Frétt BBC um brottför Breta frá Afganistan.

David Cameron forsætisráðherra Bretlands heimsótti breska hermenn í Helmand-héraði á …
David Cameron forsætisráðherra Bretlands heimsótti breska hermenn í Helmand-héraði á síðasta ári. LEON NEAL
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert