Milljónum eytt í íbúð verkalýðsleiðtogans

Thierry Lepaon.
Thierry Lepaon. AFP

Eitt áhrifamesta verkalýðsfélag Frakka eyddi 130 þúsund evrum, um 20 milljónum króna, í að gera upp íbúð fyrir einn yfirmann félagsins. Yfirmaðurinn sagðist þó komast af án vínkjallara og bíósals. Um málið er fjallað í frönskum fjölmiðlum í dag.

Thierry Lepaon var í fyrra ráðinn framkvæmdastjóri verkalýðsfélagsins CGT, sem er eitt stærsta félags sinnar tegundar í Frakklandi og stöðugur þyrnir í augum fyrirtækja og stjórnvalda.

Lepaon bjó áður í Calvados í norðurhluta Frakklands og því þurfti hann að fá íbúð nær höfuðborginni París.

Verkalýðsfélagið hefur viðurkennt að íbúðin sem Lepaon fékk hafi verið gerð upp en neitar að gefa upp hversu mikið þær breytingar kostuðu. Íbúðin er rétt fyrir utan París. 

Í frönskum fjölmiðlum segir að íbúðin sé 120 fermetrar og að verkalýðsfélagið hafi greitt fyrir endurbæturnar. Hins vegar hafi það ekki fallist á þá beiðni Lepaons að fá vínkjallara og kvikmyndasal. 

Gjaldgeri CGT segir að íbúðin hafi verið í mikilli niðurníðslu og hafi þarfnast verulegra úrbóta. M.a. hafi þurft að laga lagnakerfið og rafmagnið. Þá hafi þurft að skipta um gólfefni og mála.

Eldhús íbúðinnar var gert upp að fullu og sömuleiðis baðherbergið. Samkvæmt heimildum franskra fjölmiðla stóð til að setja sjónvarp í hvert herbergi hússins.

Gjaldkerinn segir að leigan sé lág, aðeins um 2.000 evrur á mánuði. Það sé ekki mikið fyrir íbúð í nágrenni Parísar.

Forsætisráðherrann, Manuel Valls, segir að Lepaon þurfi að standa fyrir máli sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert