Þú hefur sennilega rangt fyrir þér um allt

Fjölskylda múslima.
Fjölskylda múslima.

Flest fólk veður í villu og svima þegar kemur að tölunum á bak við fréttirnar, allavega ef marka má tölur sem The Guardian birti í dag.

Í könnun var fólk í 14 löndum spurt ýmissa spurninga, til dæmis um samsetningu íbúafjölda síns lands með tilliti til trúar og hvert hlutfall innflytjenda væri.

Niðurstöðurnar voru í flestum tilvikum þær að fólk virðist stórlega ofmeta fjölda innflytjenda, vanmeta hversu margir aðhyllast kristni, auk þess sem flestir virðast telja múslima mun fleiri múslima í sínum löndum en raun ber vitni.

Einnig var spurt um hlutfall atvinnulausra, hversu margar stúlkur á aldrinum 15 til 19 ára eignast börn og ýmislegt fleira.

Fólk í hinum ýmsu löndum virðist hins vegar hafa mismunandi viðhorf til þeirra talna sem leiddar eru í ljós. Þannig ofmeta bæði Bretar og Þjóðverjar fjölda innflytjenda um 10 prósentustig.

Samkvæmt frétt The Guardian virðast 64% Breta líta á innflytjendur sem vandamál en 29% sem tækifæri til sóknar. Í Þýskalandi er tölunum algjörlega snúið við, þar sem 32% telja innflytjendur vandamál en 62% telja að aukinn straumur innflytjenda til landsins feli í sér tækifæri.

Frétt The Guardian

Hversu hátt hlutfall íbúa í þínu landi eru múslimar? Ljósbláu …
Hversu hátt hlutfall íbúa í þínu landi eru múslimar? Ljósbláu tölurnar sýna raunfjölda en dökkbláu hversu langt frá rauntölum fólk giskaði. Gráu tölurnar segja til um hvaða hlutfall fólk giskaði á. Skjáskot af vef Guardian.
Hér var fólk beðið um að áætla fjölda innflytjenda í …
Hér var fólk beðið um að áætla fjölda innflytjenda í landinu. Ljósbláu súlurnar tákna raunfjölda, dökkbláu tákna hversu langt frá réttu svari fólk var, og gráu tölurnar sýna meðalágiskun. Ástralir voru nokkuð nærri lagi, á meðan Pólverjar voru algjörlega úti á þekju. Skjáskot af vef Guardian.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert