45 ára fangelsi fyrir ofbeldi í hernum

Suðurkóreskur hermaður var í dag dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir að hafa beitt annan hermann ofbeldi og að hafa hvatt aðra til þess að beita ungan nýliða í hernum ofbeldi.

Hermaðurinn, sem heitir Lee, er gert að afplána dóminn í herfangelsi en samkvæmt frétt Yonhap sagði dómari að ofbeldið sem hermaðurinn ungi, Yoon, varð fyrir jafnist á við morð. Fjórir aðrir hermenn fengu 15-30 á fangelsisdóma fyrir ofbeldi gagnvart Yoon en hann lést þann 6. apríl sl. Dauði hans var rakinn til ítrekaðs ofbeldis.

Saksóknari hafði farið fram á að Lee yrði dæmdur til dauða fyrir að hafa stýrt ofbeldinu gagnvart Yoon en hann varð meðal annars fyrir vatnspyntingum, barsmíðum auk þess sem hann var látinn skríða eftir jörðinni og sleikja upp hráka annarra hermanna ofl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert