Allt á suðupunkti í Jerúsalem

AFP

Ísraelska lögreglan skaut Palestínumann til bana í Jerúsalem í morgun en hann er grunaður um að hafa sýnt harðlínurabbína banatilræði skammt frá Al-Aqsa moskunni.

Allt er á suðupunkti Jerúsalem en nánast daglega hafa Palestínumenn og ísraelska lögreglan lent í átökum þar undanfarna mánuði.

Til þess að koma í veg fyrir frekari átök fyrirskipuðu ísraelsk yfirvöld að Al-Aqsa moskunni yrði lokað fyrir gestum í ótiltekinn tíma. Þetta vakti mikla reiði meðal Palestínumanna og segir forseti Palestínu, Mahmud Abbas, þetta vera stríðsyfirlýsingu af hálfu Ísraelsmanna.

Lögreglan lokaði svæðinu í kringum moskuna nokkrum klukkustundum eftir að Yehuda Glick var skotinn. Hann særðist alvarlega í árásinni. Hryðjuverkalögreglan fór skömmu síðar á heimili Palestínumanns sem talið er að hafa sært rabbínann. Talskona lögreglunnar, Luba Samri, segir í tilkynningu að þegar lögreglan kom á heimili hans hafi hinn grunaði hafið skothríð sem lögregla svaraði með þeim afleiðingum að hann lést.

AFP
I
I AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert