„Hvað geri ég án fjölskyldu minnar?“

Sinniah Yogarajan ákvað á síðustu stundu að keyra hóp verkamanna vinnuna í sykurreyrverksmiðjuna í gær. Um var að ræða greiða við son hans. Þegar hann kom heim til sín tveimur tímum síðar voru eiginkona hans, tveir synir, tengdadóttir og barnabarn horfin, Þau höfðu orðið undir aurskriðu sem lagði heimili þeirra í rúst. Óttast er um afdrif um eitt hundrað manns á Sri Lanka eftir að risastór aurskriða féll í Koslanda héraði í gær.

„Allt hverfið var horfið. Þar sem áður voru íbúðarhús var aðeins aurskriða,“ segir Yogarajan við fréttamann AFP fréttastofunnar í neyðarskýli í Koslanda í dag. „Þetta er eitthvað sem á ekki að gerst. Ég sé engan tilgang með því að lifa lengur. Hvað geri ég án fjölskyldu minnar?“

Í fyrstu var óttast að um 300 manns hefðu farist í aurskriðunni en nú er talið að um 100 hafi grafist lifandi í Koslanda héraði sem er þekkt fyrir terækt. Yfirvöld segja að enginn þeirra geti enn verið á lífi.

Í morgun minnti héraði frekar á vígvöll en friðsælt teræktarhérað. Alls staðar eru hermenn að grafa og leita í aurnum og ættingjar og vinir fylgjast örvæntingarfullir með leitinni. 

Ástæðan fyrir því að Yogarajan slapp lifandi er sú að hann bauð syni sínum Raja, 24 ára, að taka vaktina fyrir hann. Hann segir að Raja hafi þurft að fá frí til þess að sinna bankaviðskiptum. „Eiginkona mín eldaði því máltíð fyrir mig og kvaddi mig eins og venjulega,“ segir Yogarajan. Enginn úr fjölskyldu hans hefur fundist enn sem komið er.

Frá Koslanda í morgun. Ættingjar fylgjast með þar sem ástvina …
Frá Koslanda í morgun. Ættingjar fylgjast með þar sem ástvina þeirra er leitað undir skriðunni. AFP
AFP
AFP
Sri Lankan residents stand at the site of a landslide …
Sri Lankan residents stand at the site of a landslide caused by heavy monsoon rains in Koslanda village in central Sri Lanka on October 30, 2014. Soldiers using heavy diggers stepped up their desperate search October 29 for victims of a landslide in Sri Lanka, feared to have buried alive 100 people on a tea plantation. AFP PHOTO/ Ishara S. KODIKARA
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert