Hvergi má sjást í bert hold

„Við þurftum að gæta þess að hvergi sæist í bert hold. Eins og staðan er núna þá get ég nánast dregið andann og er mér mjög heitt. Það er því mjög áhugavert að hafa klætt mig í allt þetta og vita hvernig það er,“ segir Erica Burton, sem situr nú námskeið á vegum Rauða krossins í viðbrögðum við ebólufaraldrinum sem nú geisar.

Námskeiðið, sem haldið er í Genf í Sviss, er hugsað fyrir heilbrigðisstarfsfólk og aðra sérfræðinga sem staðið geta frammi fyrir þeim aðstæðum að þurfa að meðhöndla og umgangast sjúklinga sem sýktir eru af veikinni. Er fólkinu m.a. kennt hvernig best sé að klæða sig í og úr hlífðarfatnaði. 

Hlífðarfatnaður þessi gerir allar hreyfingar töluvert erfiðari en ella og því þurfa heilbrigðisstarfsmenn að vera æfðir í því að framkvæma vinnu sína á meðan þeir klæðast búningnum. 

Annar heilbrigðisstarfsmaður sem rætt er við í myndskeiðinu segir búninginn ekki einungis óþægilegan vegna þess hve heitt manni verður í honum heldur skerðir hann einnig mjög sýn fólks. „Maður verður því að hlusta á líkama sinn,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert