Viðurkennir Palestínu formlega

Margot Wallström utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Margot Wallström utanríkisráðherra Svíþjóðar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sænsk stjórnvöld viðurkenndu Palestínu sem fullvalda ríki með formlegum hætti í morgun. Innan við mánuður er síðan ný ríkisstjórn landsins tilkynnti um þessa ákvörðun.

Það var Margot Wallström, utanríkisráðherra, sem tilkynnti um þetta í grein sem birtist í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter í dag en hún segir mikilvægt að Palestínumenn hafi sjálfsákvörðunarrétt um málefni sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert