Óttast að kettir verði notaðir við fórnarathafnir

Dýraathvörf í Úkraínu láta ekki frá sér ketti í heilan mánuð frá miðjum október. Óttast er að kettirnir verði notuð á miðilsfundum eða við fórnarathafnir í tengslum við hrekkjavökuna.

Áberandi margir hafa samband við athvörfin í október og biðja um að fá að taka að sér svarta ketti. Þeir sem óska eftir köttunum fá þá upplýsingar um að kettir séu ekki fáanlegir til á þessum tíma árs. „Þeir hringja aldrei aftur,“ segir starfsmaður dýraathvarfs í samtali við AFP-fréttaveituna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert