Fylgjast grannt með barnaníðingum á hrekkjavöku

Lögreglan í New York.
Lögreglan í New York. AFP

Fangelsismálayfirvöld fylgjast sérstaklega vel með dæmdum kynferðisbrotamönnum í New York í dag vegna hrekkjavökunnar. Þetta er níunda árið í röð sem gripið er til slíkrar vöktunar. 

Menn sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisglæpi, m.a. barnaníð, og eru lausir úr fangelsi en á skilorði, þurfa að vera heima hjá sér frá því eftir vinnu í dag og til kl. 6 í fyrramálið.

Í frétt AP-fréttastofunnar um málið segir að mennirnir megi ekki opna dyr sínar fyrir börnum og bjóða þeim sælgæti, líkt og tíðkast á þessum degi víða um Bandaríkin. Þá mega þeir ekki vera í búningum og með grímur fyrir andlitunum.

Reglurnar ná yfir 2.300 dæmda kynferðisbrotamenn sem sérstaklega er fylgst með í borginni. Að auki verður fylgst sérstaklega með 5.000 kynferðisbrotamönnum til viðbótar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert