Lögreglumenn yfirheyrðir

Mexíkanskur námsmaður gengur framhjá húsinu þar sem námsmennirnir 43 bjuggu.
Mexíkanskur námsmaður gengur framhjá húsinu þar sem námsmennirnir 43 bjuggu. AFP

Hópur mexíkanskra lögreglumanna var yfirheyrður í dag vegna gruns um að þeir hefðu rænt þremur bandarískum systkinum. Lík systkinanana fundust nýlega nálægt landamærum landsins við Bandaríkin.

Níu lögreglumenn  sem gert var sjá um öryggisgæslu borgarstjórans Leticia Salazar í mexíkanska bænum Control voru yfirheyrðir af saksóknara Tamaulipas ríkis í Mexíkó. Lögreglumennirnir eru hluti af svokölluðum Herkúlesar hópi sem er sérsveit í borginni Matamoros en þar geysa ofbeldisfullar erjur milli gengjanna Zeta og Gulf yfir stjórn smyglleiða fyrir eiturlyf  til Bandaríkjanna.

Faðir fórnarlambanna hefur borið kennsl á dóttur sína og syni sem öll voru á þrítugsaldri. Lík þeirra voru skilin eftir á víðavangi og höfðu legið og rotnað í tvær vikur þegar þau fundust og voru öll bundin á höndum og fótum. Þau höfðu öll verið skotin í höfuðið.

Systkinin höfðu komið til landsins frá Texas til að heimsækja föður sinn. Foreldrar þeirra segja að þeim hafi verið rænt þann 13. október í bænum Control af vopnuðum mönnum.

Í Mexíkó stendur enn yfir leit að 43 stúdentum sem hefur verið saknað í meira en mánuð. Um 80.000 manns hafa verið drepnir í Mexíkó frá 2006 í tengslum við eyturlyf og 22.000 einstaklinga er saknað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert