Sektaður fyrir ebólu-grín í flugvél

AFP

Ítalskur maður sem skrifaði orðin „staðfest“ og „ebóla“ á kaffibolla  til að stríða dóttur sinni þarf að greiða 2.500 evrur eða rúmar 383 þúsund krónur í sekt vegna athæfisins. Maðurinn var um borð í flugvél þegar hann skrifaði á bollann sem vakti nokkurn usla þegar áhöfn vélarinnar rak augun í textann.

Maðurinn var á leið á ráðstefnu og voru kona hans og dóttir hans með í för. Þau voru öll handtekin við lendingu í Dublin. Svæðið í kringum flugvélina var girt af. 142 farþegar voru um borð í vélinni.

„Dóttir mín pantaði kaffibolla og ég drakk úr honum á undan henni,“ sagði maðurinn í samtali við fjölmiðla. Hann bætti við að dóttir hans væri frekar sýklahrædd og því hefði hann ákveðið að skrifa þetta á bollann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert