Járnhliði Dachau stolið

Járnhliðið sem var stolið úr Dachau í nótt Arbeit macht …
Járnhliðið sem var stolið úr Dachau í nótt Arbeit macht frei AFP

Járnhliði með áletruninni frægu „Arbeit macht frei“ (Vinnan göfgar manninn) sem var í útrýmingarbúðum nasista, Dachau, í suðurhluta Þýskalands var stolið í nótt, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Ekkert öryggiskerfi er í Dachau en öryggisverðir fylgjast með á staðnum. Talið er að hliðinu með skiltinu á hafi verið stolið á milli eftirlitsferða þeirra. 

Dachau fangabúðirnar eru einungis í nokkurra kílómetra fjarlægð frá München en búðirnar voru settar á laggirnar árið 1933, innan við tveimur mánuðum eftir að Adolf Hitler varð kanslari Þýskalands. 

Í upphafi átti að senda þangað pólitíska fanga en í seinni heimstyrjöldinni var búðunum breytt í útrýmingarbúðir þar sem yfir 41 þúsund gyðingar voru teknir af lífi.

Bandarískir hermenn náðu yfirhöndinni í Dachau þann 29. apríl 1945. Á hverju ári koma um 800 þúsund gestir til Dachau í skoðunarferðir. 

Skilti með sömu orðsendingu var í  Auschwitz-Birkenau fangabúðunum í Póllandi og var því stolið árið 2009. Það var sænskur nýnasisti, And­ers Högström, sem bar ábyrgð á þjófnaðinum og var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert