Repúblíkanar í meirihluta

Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu í gær.
Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu í gær. AFP

Repúblíkanir hafa náð meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings samkvæmt AFP-fréttaveitunni. Með sigrinum í Iowa-fylki tókst þeim að ná síðustu sex sætunum til að tryggja meirihluta. Eru þeir með 52 sæti. 

Þá eru repúblíkar einnig með meirihluta í fulltrúadeild þingsins, eða 237 sæti á móti 162. 

Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu í gær. Búist var við því að repúblíkanir myndu bæta við meirihluta sinn í fulltrúadeildinni og ná völdum af demókrötum í öldungadeildinni. Víða var kosningabaráttan hatrömm.

Hin þrítuga Elise Stefanik komst í sögubækurnar í kosningunum, hún er yngsta konan sem kosin hefur verið til setu á Bandaríkjaþingi. Stefanik er repúblíkani og var aðstoðarmaður George W. Bush. Metið féll síðast árið 1972 þegar Elizabeth Holtzman tók sæti á þinginu 31 árs gömul.          

Berjast um völdin í þinginu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert