Harðir bardagar í Úkraínu

Bardagarnir í Austur-Úkraínu hafa kostað um 4000 manns lífið.
Bardagarnir í Austur-Úkraínu hafa kostað um 4000 manns lífið. AFP

Mikil átök brutust út í miðborg Dónetsk í Úkraínu í nótt. Mikil skothríð hófst stuttu fyrir klukkan tvö á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Eru þetta fyrstu bardagarnir frá því að samið var um vopnahlé í september. 

Vegna útgöngubanns liggur umfang bardaganna fyrir. Mikill fjöldi herbifreiða er nú kominn á svæðið frá Rússlandi og því búist við að bardagarnir haldi áfram. Rússar neita því að herbifreiðirnar komi frá landinu og kalla fréttirnar „ekkert annað en tilbúning fjölmiðla“.

Um 4.000 manns hafa nú fallið í bardögum í austanverðri Úkraínu og fulltrúar öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu, ÖSE, hafa miklar áhyggjur af þróun mála. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert