Fá sms þegar fílarnir nálgast

Geetha Thomas á sms-skilaboði líf sitt að þakka. Þessi 38 ára gamli verkamaður á teplantekru náði að klifra upp á þak heimilis síns í suðurhluta Indlands er hjörð fíla æddi í gegnum þorp hennar.

Viðvörunarkerfið er hluti af verkefni umhverfisverndarhóps og er ætlað að koma í veg fyrir dauðsföll vegna fíla. 

Árlega deyr fólk á þessu svæði vegna fíla en þar búa um 700 þúsund manns. Skýringin felst í því að þorpið er á svæði sem fílarnir þurfa að fara yfir til að komast á milli dvalarstaða sinna í frumskóginum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert