Árás á bænahús gyðinga

AFP

Tveir vopnaðir menn sem réðust inn í bænahús gyðinga í Jerúsalem og réðust á fólk þar inni voru skotnir til bana, samkvæmt upplýsingum frá talskonu lögreglunnar, Luba Samri. 

Hún segir að mennirnir hafi verið hryðjuverkamenn og að fjórir hafi látist í Har Nof bænahúsinu. Allt er afar óljóst um árásina en samkvæmt BBC voru árásarmennirnir vopnaðir öxum og hnífum. Í fyrstu var sagt að sjö hefðu særst.

Uppfært klukkan 6:55

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru árásarmennirnir Palestínumenn og voru þeir vopnaðir byssum og öxum sem réðust inn í bænahúsið. Fjórir Ísraelsmenn létust í árásinni. Sex særðust í árásinni þar af tveir lögreglumenn, segir í yfirlýsingu sem lögreglan í Jerúsalem hefur sent frá sér.

Árásir var gerð skömmu fyrir klukkan 7 að staðartíma, klukkan 5 í morgun, er gyðingar mættu til morgunbæna í Har Nof bænahúsið í vesturhluta borgarinnar. Árásarmennirnir eru Palestínumenn frá austurhluta Jerúsalem. Árásin er sú mannskæðasta í Jerúsalem í nokkur ár, samkvæmt AFP fréttastofunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert