Taldir hafa selt bröskurum bein

Fílabein. Mynd úr safni.
Fílabein. Mynd úr safni. AFP

Fimm háttsettum embættismönnum hefur verið vikið frá störfum í Úganda eftir að tonn af  fílabeinum, sem gerð höfðu verið upptæk, hvarf úr geymslum ríkisins. Óskað hefur verið eftir aðstoð Interpool við rannsókn málsins.

Talið er hugsanlegt að starfsfólk ríkisins hafi unnið með þeim sem stunda ólögleg viðskipti, fólkinu sem það á að vinna við að stöðva og selt þeim fílabeinin.

Fleiri en 35 þúsund fílar eru drepnir í Afríku á hverju ári vegna tanna þeirra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert