Býður fimm milljónum atvinnuleyfi

Barack obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack obama, forseti Bandaríkjanna. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, mun tilkynna í kvöld að hann hyggst bjóða allt að fimm milljónum ólöglegra innflytjenda í landinu atvinnuleyfi. Er þetta gert til þess að hlífa þeim frá því að vera vísað úr landi.

Samkvæmt frétt AFP er þetta eitthvað sem mun líklega reita marga Repúblikana til reiði.

Fljótlega geta allir ólöglegir innflytjendur sem hafa búið í landinu í meira en fimm ár og eiga barn sem er annað hvort með landvistarleyfi eða bandarískan ríkisborgararétt sótt um atvinnuleyfi til þriggja ára. Forsetinn hyggst einnig stækka kerfi sem hann sett af stað árið 2012 sem veitir ungum ólöglegum innflytjendum sem komu til landsins fyrir sextán ára aldur tímabundið landvistarleyfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert