Hertogaynjan með mörgu titlana látin

Spænska hertogaynjan af Alba, ein ríkasta kona Spánar og sú manneskja á jörðinni sem bar fleiri titla en nokkur önnur aðalsmanneskja í heiminum, er látin 88 ára að aldri.

Maria del Rosario Cayetana Fritz-James Stuart lést í höll sinni, Duenas, í Seville í morgun, að sögn talsmans fjölskyldunnar. Hún hafði snúið heim aftur á þriðjudagskvöldið eftir að hafa legið á sjúkrahúsi með lungnabólgu. Hún lætur eftir sig eiginmann sem er 24 árum yngri en hún.

Maria del Rosario Cayetana Fitz-James Stuart var þekkt fyrir bæði klæðaburð og hárgreiðslu sem var meira áberandi heldur en hjá flestum öðrum konum. Hún átti fasteignir víða, svo sem hallir og stórhýsi. Auk þess sem málverkasafn hennar skartar verkum eftir marga af helstu meisturum málaralistarinnar áður fyrr.

Hennar aðaltitill er hertogaynjan af Alba de Tormes en hún bar yfir fjörtíu aðra sem bættust á hana í gegnum mörg hjónabönd á lífsleiðinni.

Frétt af hjónabandi hennar árið 2011

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert